Hvað þarf til að jafna kjör á milli vinnumarkaða?
09:00 til 11:00
Opinn fundur Viðskipta og vísinda, í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag forstöðumanna ríkisstofnana
Opinn morgunfundur ráðstefnunnar Viðskipti og vísindi, í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Á fundinum verður rætt um nauðsyn þess að gott fólk fáist til starfa hjá hinu opinbera sem sinnir þeim störfum sem eru til grundvallar á innviðum samfélagsins og á sama tíma er mikilvægt að viðhalda samkeppnishæfu atvinnulífi með hæfu starfsfólki. Tilgangur fundarins er að ræða hvaða aðferðir og úrræði þarf til að jafna kjör á milli vinnumarkaða, hvort þess sé þörf og hvort slíkt sé yfirhöfuð mögulegt.
Þátttakendur í dagskrá:
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, prófessor við Háskóla Íslands
Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og fyrrverandi félagsmálaráðherra
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambands Íslands
Ragnar Árnason, aðallögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, talar um gildi opinberra starfa
Kolbrún Halldórsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna
Fundurinn verður kl. 9:00 – 11:00 á Háskólatorgi, stofu HT-104. Kaffi og veitingar verða í boði.
Sjá nánari dagskrá hér, á heimasíðu Viðskipta og vísinda.
Sjá fb-viðburð hér.
Öll velkomin.