Hvaða reglur gilda um uppsagnir og önnur starfslok hjá ríki og sveitarfélögum? - Námskeið, nýtt að hluta

Image
Fólk á fundi
HVENÆR
3. apríl 2025
09:00 til 12:30
HVAR
Rafrænt
NÁNAR

Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið

Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur.

  • Fimmtudaginn 3. apríl 2025, kl. 9.00-12.30
  • Þátttökugjald: kr. 24.900-

Umsjónarmaður og fyrirlesari:
Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Landsrétt

Markmið:

  • Fjallað verður um helstu reglur sem gilda um starfslok hjá opinberum stofnunum, meðal annars um þann mun sem er á reglum um starfslok eftir því hvort ákvörðun um starfslok byggist á sjónarmiðum um hagræðingu í rekstri eða atriðum sem varða starfsmanninn sjálfan. 
  • Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita reglum um starfslok á grundvelli þeirra ólíku reglna sem eiga við, meðal annars um hvernig eigi að undirbúa áminningarferli þegar á reynir. 
  • Öll umfjöllun verður studd raunhæfum dæmum sem farið verður yfir í námskeiðinu. 

Í námskeiðinu verður leitast við að svara spurningum á borð við: 

  • Hvaða kröfur eru gerðar til stjórnenda opinberra stofnana í dómaframkvæmd og álitum umboðsmanns Alþingis við hagræðingaraðgerðir og undirbúning ákvarðana um að fækka starfsfólki? 
  • Hvers konar háttsemi getur varðað áminningu hjá starfsfólki ríkis og sveitarfélaga samkvæmt ákvæðum laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og ákvæðum kjarasamninga? 
  • Hvaða kröfur eru gerðar til áminningarferlis opinberra starfsmanna? Hvernig verða opinberar stofnanir að standa að því að kynna ástæður áminningar fyrir, tryggja andmælarétt og ganga ekki of hart fram gagnvart starfsmanni? Þá verður fjallað um hvað eigi að koma fram í rökstuðningi fyrir áminningu. 
  • Hvaða ástæður liggja að baki ólíkum reglum um uppsagnir eftir því hvort þær byggjast á hagræðingu eða frammistöðu í starfi? 
  • Að hvaða marki er opinberum stofnunum heimilt að semja við eigið starfsfólk um starfslok? 
  • Umfjöllunin verður studd dæmum og þá m.a. vísað til nýlegra dóma Landsréttar og álita umboðsmanns Alþingis og dóma Hæstaréttar.

Markhópur:
Stjórnendur og starfsfólk hjá stofnunum ríkisins og sveitarfélaga og ráðgjafar sem koma að undirbúningi og ákvörðun um starfslok, sem og að öðrum ákvörðunum í starfsmannamálum.

Kennari: 
Kjartan Bjarni Björgvinsson er dómari við Landsrétt. Hann hefur meðal annars starfað sem settur umboðsmaður Alþingis, formaður rannsóknarnefndar Alþingis og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.