Hvenær er skylt að tilkynna aðstæður barna til barnaverndaryfirvalda?

Image
Hópur fólks á opnum fyrirlestri/fundi
HVENÆR
6. október 2022
09:00 til 10:30
HVAR
Rafrænt
NÁNAR

Hvenær er skylt að tilkynna aðstæður barna til barnaverndaryfirvalda?

Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið

 

Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg eftir að því lýkur.

  • Fimmtudagurinn 6. október 2022, kl. 9.00-10.30
  • Þátttökugjald: kr. 10.900-

Umsjónarmaður og fyrirlesari

  • Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Viðfangsefni

Einstaklingar sem stöðu sinnar og starfa vegna hafa afskipti af málum barna bera skyldu til að tilkynna til barnaverndarþjónustu ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barn, búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Í námskeiðinu verður farið yfir hvernig barnaverndarþjónustu ber að fara með slíkar tilkynningar og hvaða sérstöku kröfur eru gerðar í því sambandi. Fjallað verður um hvaða mistök eru algeng á þessu sviði og hverjar séu afleiðingar þeirra.

Markhópur

Starfsfólk barnaverndarþjónustu, kennarar, skólaliðar, íþróttaþjálfarar og aðrir sem starfa með börnum.

Markmið

Að þátttakendur átti sig á því hvenær tilkynningarskylda þeirra samkvæmt barnaverndarlögum verður virk og að starfólk barnaverndarþjónustu átti sig á því hvaða reglur gilda um meðferð slíkra tilkynninga.

Um fyrirlesara 

Kjartan Bjarni Björgvinsson er héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Kjartan var formaður úttektarnefndar ÍSÍ og einn af höfundum skýrslu um úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna frásagna um kynferðisofbeldi sem kynnt var í desember sl. Kjartan er með meistarapróf í lögum frá London School of Economics and Political Science og hefur meðal annars starfað sem settur umboðsmaður Alþingis, formaður rannsóknarnefndar Alþingis og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.