Hvernig á að standa að ráðningum hjá ríki og sveitarfélögum?
Hvernig á að standa að ráðningum hjá ríki og sveitarfélögum?
Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur.
- Miðvikudagurinn 23. febrúar 2022, kl. 9.00-12.30
- Þátttökugjald: kr. 23.500-
Umsjónarmaður og fyrirlesari
- Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Markhópur
Stjórnendur og starfsmenn hjá stofnunum ríkisins og sveitarfélaga sem koma að undirbúningi og ákvörðun um ráðningu í opinbert starf og öðrum ákvörðunum í starfsmannamálum.
Markmið
Að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á þeim lagareglum sem gilda um ráðningu starfsmanna hjá ríki og sveitarfélögum samkvæmt lögum og óskráðum reglum stjórnsýsluréttarins.
Helstu umfjöllunarefni
- Hvaða kröfur eru gerðar til auglýsingar um laus störf hjá ríki og sveitarfélögum, meðal annars samkvæmt lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og eftir atvikum samkvæmt ákvæðum sérlaga eins og lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna (jafnréttislögin).
- Hvaða lagalegu mörk gilda um það hvernig stofnanir ríkis og sveitarfélaga standa að ráðningu starfsmanna, meðal annars samkvæmt lögum nr. 70/1996, stjórnsýslulögum nr. 37/1993 og jafnréttislögum?
- Hver er réttur umsækjenda um störf hjá ríki og sveitarfélögum og hvaða úrræði standa þeim til boða við að framfylgja þeim rétti?
- Varpað verður upp spurningum á borð við hvort núgildandi lagareglur setja stjórnvöldum hugsanlega of þröngar skorður við ráðningu starfsmanna og þá einnig hvort reglurnar skili viðunandi árangri um að tryggja réttaröryggi umsækjanda um opinber störf. Öll umfjöllun verður studd dæmum um framkvæmd laganna og þá m.a. vísað til dóma Hæstaréttar og álita umboðsmanns Alþingis.
Um fyrirlesara
Kjartan Bjarni Björgvinsson er héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Kjartan var formaður úttektarnefndar ÍSÍ og einn af höfundum skýrslu um úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna frásagna um kynferðisofbeldi sem kynnt var í desember sl. Kjartan er með meistarapróf í lögum frá London School of Economics and Political Science og hefur meðal annars starfað sem settur umboðsmaður Alþingis, formaður rannsóknarnefndar Alþingis og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.