#Metoo: Hvernig eiga vinnustaðir að bregðast við?
#Metoo: Hvernig eiga vinnustaðir að bregðast við?
Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur.
- Miðvikudagurinn 2. febrúar 2022, kl. 9.00-12.30
- Þátttökugjald: kr. 19.500-
Umsjónarmaður og fyrirlesari
- Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Markmið námskeiðsins
Að þátttakendur öðlist þekkingu á hvaða reglur gilda um meðferð kvartana og ábendinga um kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustað, svo og ábyrgð vinnuveitenda í því sambandi. Einnig verður fjallað um hvaða úrræði fyrirtæki og stofnanir hafa til að bregðast við frásögnum um ofbeldi og áreitni starfsmanna utan vinnustaðarins og hvaða kröfur eru gerðar til meðferðar slíkra mála.
Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um eftirfarandi álitaefni
- Hvað fellur undir kynferðislega áreitni og kynbundið ofbeldi samkvæmt lögum nr. 150/2020, um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna? Hver er réttarstaða starfsmanns sem verður fyrir kynferðislegri áreitni?
- Hvaða heimildir hefur vinnuveitandi til að bregðast við háttsemi starfsmanns utan vinnu? Hver eru réttindi starfsmanns gagnvart vinnuveitenda í slíkum aðstæðum? Að hvaða leyti eru reglurnar ólíkar eftir því hvort starfsmaður er á almennum eða opinberum vinnumarkaði?
- Hver er réttarstaða einstaklings sem er sakaður um kynferðislega áreitni? Hvert er frelsi einstaklings til að segja frá kynferðislegri áreitni sem viðkomandi verður fyrir?
Markhópur
- Starfsmenn á vinnumarkaði, nemendur í háskólum og allir aðrir sem hafa áhuga á að kynna sér þau lagalegu álitaefni sem vakna í tengslum við #metoo hreyfinguna.
- Stjórnendur hjá stofnunum og fyrirtækjum, sem þurfa að taka á málum um kynferðislega áreitni og/eða kynbundið ofbeldi og vilja öðlast yfirsýn yfir hvaða kröfur eru gerðar til starfsumhverfis samkvæmt lögum og reglum.
- Starfsmenn samtaka atvinnurekenda og launafólks sem þurfa að ráðleggja einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum um mál sem varða kynbundið ofbeldi og kynferðislega áreitni.
Um fyrirlesara
Kjartan Bjarni Björgvinsson er héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Kjartan var formaður úttektarnefndar ÍSÍ og einn af höfundum skýrslu um úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna frásagna um kynferðisofbeldi sem kynnt var í desember sl. Kjartan er með meistarapróf í lögum frá London School of Economics and Political Science og hefur meðal annars starfað sem settur umboðsmaður Alþingis, formaður rannsóknarnefndar Alþingis og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.