Morgunverðarfundur 18. apríl: Stjórnsýsluúttektir Ríkisendurskoðunar
Hvað er skoðað í stjórnsýsluúttektum Ríkisendurskoðunar? Hvernig? Hverjar eru áherslur Ríkisendurskoðunar? Hvaða lærdóma draga stofnanir af slíkri úttekt?
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála boðar til morgunverðarfundar, í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana, þar sem fjallað verður um stjórnsýsluúttektir Ríkisendurskoðunar. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl á Grand Hótel Reykjavík. Morgunverður hefst kl. 08.00 og dagskrá hefst kl. 08.30. Fundi lýkur kl. 10.00.
Þátttökugjald er kr. 9.500.
Hér er hægt að skrá sig til leiks
Dagskrá:
Stjórnsýsluúttektir Ríkisendurskoðunar
Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og lögfræðisviðs Ríkisendurskoðunar
Um lærdóma af stjórnsýsluúttekt:
- Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu
- Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
Spurningar í fundarlok
Fundarstjóri er Gústaf Adolf Skúlason, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála