Header Paragraph

Morgunverðarfundur 8. desember: Skipulagsbreytingar hjá hinu opinbera

Image
HÍ

Mikil gerjun á sér nú stað í skipulagsmálum hjá hinu opinbera. Stofnanir hafa verið sameinaðar, aðrar lagðar niður og áform eru uppi um ýmsar slíkar breytingar. Hvað segja stjórnsýslu- og stefnumótunarfræðin okkur um slíkar breytingar? Hvað segir reynslan okkur? Hver er sýn stjórnvalda?

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála boðar til morgunverðarfundar, í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana, þar sem fjallað verður um skipulagsbreytingar hjá hinu opinbera. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 8. desember á Grand Hótel Reykjavík. Morgunverður hefst kl. 08.00 og dagskrá hefst kl. 08.30.

Þátttökugjald er kr. 9.500.

Hér er hægt að skrá sig til leiks

 

Dagskrá:

Kristján Sverrisson, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana setur fundinn

Ávarp
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra

Fræðin spyrja: Eru sameiningar alltaf af hinu góða?
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, prófessor í opinberri stjórnsýslu og stefnumótun við HÍ

Sameiningar stofnana  – Markmið og leiðir
Skúli Eggert Þórðarson, ráðuneytisstjóri menningar- og viðskiptaráðuneytis

Spurningar í fundarlok, ef tími leyfir

Fundarstjóri er Gústaf Adolf Skúlason, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála