Header Paragraph
Nýtt námskeið - Loftslagsmál: Verkefni, tækifæri og skyldur
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála hleypir af stokkunum nýju námskeiði sem fengið hefur heitið: Loftslagsmál: Verkefni, tækifæri og skyldur sveitarfélaga, ríkisstofnana og fyrirtækja í opinberri eigu.
Á námskeiðinu verður fjallað um loftslagsstefnu opinberra aðila og fyrirtækja, leiðir til að mæta þessum kröfum, um eðli loftslagsvandans og um ýmis tækifæri sem til staðar eru til að gera enn betur á þessu sviði en kveðið er á um í lögum.
Umsjónarmaður og fyrirlesari er Stefán Gíslason umhverfisráðgjafi hjá UMÍS ehf. Environice.
Þátttökugjald er kr. 19.500-
Skráning og nánari upplýsingar er að finna hér.