Header Paragraph

Nýtt námskeið um brot í starfi eða utan þess og viðbrögð á vinnustað

Image
Fólk á námskeiði hjá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála

Stofnunin kynnir nýtt námskeið þar sem fjallað er um hvernig á að (og má) bregðast við á vinnustað þegar starfsfólk brýtur af sér í starfi eða utan þess. Námskeiðinu er ætlað að vera leiðsögn um völundarhús íslenskra laga og reglna um viðbrögð á vinnustað við ætlaðri refsiverðri háttsemi starfsfólks. Fjallað er um helstu lagalegu skyldur vinnuveitanda þegar frásögn berst um alvarlega og ámælisverða hegðun starfsmanns á borð við áreitni og ofbeldi gagnvart öðru starfsfólki. Eins verður fjallað um að hvaða marki vinnuveitandi getur brugðist við frásögnum um slíka háttsemi utan vinnu. Í námskeiðinu verður vikið að ólíkri réttarstöðu vinnuveitenda og starfsfólks á almennum og opinberum vinnumarkaði að þessu leyti og jafnframt að hvaða leyti reglur eru sameiginlegar. Sjá nánar hér um námskeiðið.