Nýtt námskeið: Veikindaforföll - það sem þarf helst að vita um réttindi og skyldur vinnuveitenda og starfsfólks

Image
Fólk á fundi
HVENÆR
9. september 2024
09:00 til 12:30
HVAR
Rafrænt
NÁNAR

Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið

Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur.

    • Mánudaginn 9. september 2024, kl. 9.00-12.30
    • Þátttökugjald: kr. 24.900, -

    Viðfangsefni

    Yfirlit yfir helstu lagareglur sem gilda þegar starfsmenn verða veikir, m.a. um ávinnslu veikindaréttar, tilkynningu og sönnun veikinda með hliðsjón af þeim dómum sem gengið hafa.

    Umfjöllun um álitamál sem atvinnurekendur geta staðið frammi fyrir við veikindaforföll starfsfólks, t.d. þegar um er að ræða langvarandi fjarvistir, veikindi við uppsögn og veikindi í orlofi, sem og hlutaveikindi og hver séu mörkin á milli veikinda og örorku. Leitast verður við að byggja umfjöllunina á raunhæfum dæmum eins og kostur er.

    Markhópur

    Allir sem koma að málefnum starfsfólks hjá ríki eða sveitarfélögum, sem og annars staðar í atvinnulífinu.

    Markmið

    Að stjórnendur og eftir atvikum annað starfsfólk fái yfirsýn yfir þær reglur sem gilda, m.a. hjá hinu opinbera, er varða veikindaforföll starfsfólks.

    Um fyrirlesara

    Kjartan Bjarni Björgvinsson er dómari við Landsrétt. Hann hefur meðal annars starfað sem settur umboðsmaður Alþingis, varaforseti Félagsdóms og sem dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.