Ráðstefna UNICEF um þátttöku barna 15. september
Við vekjum athygli á að þann 15. september næstkomandi fer fram ráðstefna UNICEF á Íslandi um rétt barna til merkingabærrar þátttöku í starfi sveitarfélaga. Ráðstefnan er bæði ætluð þeim sem starfa með börnum, svo sem kennara og starfsfólk í skólum, frístund, íþróttum, félagsmiðstöð og einnig fyrir aðila innan stjórnsýslu sveitarfélaga, embættisfólk, fræðafólk og áhugafólk um réttindi barna. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Natura, Reykjavík og mun standa frá kl. 11:30 til 17:00.
Skráningarfrestur er til 7. september. Ekkert gjald er tekið fyrir þátttöku. ÞÚ GETUR SKRÁÐ ÞIG HÉR!
Aðalræðumaður verður Marie Wernham, sérfræðingur og ráðgjafi í réttindum barna hjá UNICEF. Hún mun jafnframt bjóða upp á vinnustofu um réttindafræðslu og þátttöku barna. Þá verður boðið upp á fjölbreyttar málstofur sem tengjast þátttöku barna í starfi sveitarfélaga, skóla og frístundavettvangsins, auk vinnustofa þar sem tækifæri gefst til ítarlegri umfjöllunar um í aðferðir til þess að auka þátttöku barna.
Ráðstefnan er styrkt af Mennta- og barnamálaráðuneytinu og áætlun Evrópusambandsins um réttindi, jafnrétti og borgararétt og haldin í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Menntavísindastofnun Háskóla Íslands.
Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við barnvaensveitarfelog@unicef.is