Samskipti stjórnvalda og borgara

Image
""
HVENÆR
22. janúar 2025
09:00 til 12:30
HVAR
Rafrænt
NÁNAR

Samskipti stjórnvalda og borgara

Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið

 
Vekjum athygli á að námskeiðið fer einungis fram í fjarnámi. Fjarnámið er sent út í beinu streymi og einnig verður upptaka af námskeiðinu aðgengileg fyrir fjarnema eftir að því lýkur.

- Miðvikudaginn 22. janúar 2025, kl. 9.00-12.30
- Þátttökugjald: kr. 24.900-

Umsjónarmaður og fyrirlesari
- Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Landsrétt

Um námskeiðið
Fjallað verður um þær margbreyttu reglur sem gilda um samskipti ríkis og sveitarfélaga við borgarana þegar einstaklingar beina fyrirspurnum til stjórnvalda eða leita eftir aðstoð. Í því sambandi verður leitast við að svara spurningum á borð við: 

  • Hvaða kröfur eru gerðar til stjórnvalda um að þau leiðbeini og aðstoði einstaklinga og fyrirtæki sem leita til þeirra? Hvaða áhrif hafa atriði eins og tungumálakunnátta og fötlun? 
  • Hvernig ber stjórnvöldum að svara erindum og fyrirspurnum sem þeim berast? Hverju þarf að svara og hversu hratt ber að bregðast við? 
  • Hvenær er stjórnvöldum heimilt að beina samskiptum í ákveðinn farveg, t.d. ef einstaklingar sýna starfsmönnum ógnandi háttsemi? Geta stjórnvöld leynt því hvaða starfsmenn koma að afgreiðslu mála og skipulagt störf sín þannig að samskipti eigi sér alfarið stað í gegnum vefsíður eða samfélagsmiðla? 
  • Hvaða reglur birtast í lögum og kjarasamningum um framkomu starfsfólks ríkis og sveitarfélaga? 

Markhópur
Stjórnendur, sérfræðingar og starfsfólk hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga sem þarf starfs síns vegna að hafa samskipti fyrir hönd stofnunar.

Um fyrirlesara
Kjartan Bjarni Björgvinsson er dómari við Landsrétt. Kjartan er með meistarapróf í lögum frá London School of Economics and Political Science og hefur meðal annars starfað sem settur umboðsmaður Alþingis, formaður rannsóknarnefndar Alþingis og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.