
Í desember nk. kemur út 2. tölublað 21. árgangs ritrýnda tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla, en þá verða liðin 20 ár frá útgáfu fyrsta tölublaðs tímaritsins í desember 2005. Skilafrestur greina í 20 ára afmælisheftið er 1. október nk.
Tímaritið er gefið út tvisvar á ári í opnum aðgangi á vefsvæði þess, í júní og desember. Þá eru bæði heftin gefin út á prenti snemma árið eftir.
Á vefsvæði tímaritsins er að finna sniðmát og leiðbeiningar fyrir höfunda um greinaskil.