Annað tölublað átjánda árgangs ritrýnda tímaritsins TVE ̶ Tímarit um viðskipti og efnahagsmál er komið út á vefnum www.efnahagsmal.is. Í tímaritinu er á fjölbreyttan hátt fjallað um viðskipti og efnahagsmál.
Að þessu sinni koma út eftirtaldar greinar:
Skiptir félagslegur stuðningur á vinnustað máli? Tengsl félagslegs stuðnings, starfsánægju, eineltis og áreitni á vinnustað
Hjördís Sigursteinsdóttir og Fjóla Björk Karlsdóttir
Þjónustugæði, ímynd og frammistaða
Þórhallur Örn Guðlaugsson, Ásta María Harðardóttir og Magnús Haukur Ásgeirsson
Auglýsingar í hlaðvörpum: Áhrif trúverðugleika þáttastjórnenda og tengsl þeirra við hlustendur
Hanna Dís Gestsdóttir og Auður Hermannsdóttir
Þáttaskil: Hvers vegna velja konur í forystu að fara úr æðstu stjórnunarstöðum á miðjum aldri?
Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Íris Hrönn Guðjónsdóttir
Markaðshneigð og ánægja viðskiptavina
Vera Dögg Höskuldsdóttir, Brynjar Þór Þorsteinsson, Magnús Haukur Ásgeirsson og Ragnar Már Vilhjálmsson
Formaður ritstjórnar TVE er Gylfi Zoega, prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands, en auk hans sitja í ritstjórn þau Arney Einarsdóttir, Axel Hall, Birgir Þór Runólfsson og Þórhallur Örn Guðlaugsson.
Útgefendur tímaritsins eru Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands. Umsjón með útgáfu hefur Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.