Header Paragraph

Tímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla komið út

Image
Tímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla

Annað tölublað 17. árgangs ritrýnda tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla er komið út og nálgast má greinarnar á vefslóð tímaritsins.

Greinarnar í tímaritinu fjalla um fjölbreytt viðfangsefni íslenskra stjórnmála og stjórnsýslu og eftirtaldar greinar eru birtar að þessu sinni:
 

1. Einstaklingsfrelsi og þjóðmenning: Um mannanöfn og íslenska þjóðernishyggju
Birgir Hermannsson

2. Defining “Publicness” in Service Contracts – Adding Colour to the Grey
Margrét Vala Kristjánsdóttir

3. Reglur um viðbrögð og úrræði vegna óæskilegrar hegðunar alþingismanna á vettvangi starfsins
Friðrik Árni Friðriksson Hirst og Kristín Benediktsdóttir

4. Samanburður á störfum og starfsánægju sérfræðinga í einkafyrirtækjum og hjá hinu opinbera
Ingi Rúnar Eðvarðsson, Arney Einarsdóttir, Ásta Dís Óladóttir, Inga Minelgaite, Sigrún Gunnarsdóttir og Svala Guðmundsdóttir

5. Fæðingar- og foreldraorlof: Aðdragandi, breytingar og árangur laga sem er ætlað að stuðla að orlofstöku beggja foreldra
Ásdís A. Arnalds, Guðný Björk Eydal og Ingólfur V. Gíslason

 

Ritstjóri Stjórnmála & stjórnsýslu er Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, en auk hans sitja í ritstjórn þau Agnar Freyr Helgason, Eva H. Önnudóttir, Eva Marín Hlynsdóttir og Gústaf Adolf Skúlason.

Útgefandi tímaritsins er Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.