Header Paragraph

Tímaritið Stjórnmál & stjórnsýsla komið út

Image
Stjórnmál og stjórnsýsla

Komið er út á vefnum irpa.is vorhefti tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla, 1. tbl. 20. árgangs. Að þessu sinni koma út sjö ritrýndar fræðigreinar um fjölbreytt viðfangsefni sem tengjast stjórnmálum og stjórnsýslu. Greinarnar sem koma út að þessu sinni eru: 

Stefnugeta í íslenska stjórnkerfinu
Pétur Berg Matthíasson

Íslenskir blaðamenn í breyttum heimi: Aukin áhersla á klassísk gildi en undir vaxandi þrýstingi
Birgir Guðmundsson, Jón Gunnar Ólafsson og Valgerður Jóhannsdóttir

Staðbundin nálgun og nýsköpun í hverfum Reykjavíkurborgar     
Óskar Dýrmundur Ólafsson og Hervör Alma Árnadóttir

Vinnumenning sem grefur undan jafnréttismarkmiðum lögreglu: fjölgun kvenna í starfsumhverfi sem litað er af kynbundinni áreitni    
Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir

Skilvirkara stúdentspróf eftir styttingu? Reynsla háskólanema og háskólakennara af stefnubreytingum á framhaldsskólastiginu     
Guðrún Ragnarsdóttir, Valgerður S. Bjarnadóttir og María Jónasdóttir    

Í upphafi skyldi endinn skoða: Stefna stjórnvalda og þróun á sviði nýsköpunar á Íslandi 2003–2022
Hannes Ottósson og Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson    

Áhrif blandaðrar gagnaöflunar á brottfall í Íslensku kosningarannsókninni 2021     
Hafsteinn Einarsson

Ritstjóri tímaritsins er Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Auk hans sitja í ritstjórn þau Agnar Freyr Helgason dósent, Eva Marín Hlynsdóttir prófessor og Eva Heiða Önnudóttir prófessor, öll við Stjórnmálafræðideild HÍ, auk Gústafs Adolfs Skúlasonar, forstöðumanns Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ, sem er útgefandi tímaritsins.

Haldinn er opinn fundur í tilefni útgáfunnar kl. 16:30 á útgáfudag, 20. júní, í Odda 101 í Háskóla Íslands. Þar kynna þau Valgerður Jóhannsdóttir og Birgir Guðmundsson framangreinda grein þeirra og Jóns Gunnars Ólafssonar um stöðu íslenskra blaðamanna í breyttum heimi. Í kjölfar fundarins er boðið upp á léttar veitingar í kaffistofu kennara í Odda og eru allir fundargestir velkomnir.