Tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna: Hvar liggja mörkin?

Image
Ráðstefna
HVENÆR
6. maí 2024
13:15 til 16:30
HVAR
Stakkahlíð
K-207
NÁNAR

Tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna: Hvar liggja mörkin?

Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið

Námskeiðið fer eingöngu fram í fjarnámi. 

  • Mánudaginn 6. maí, kl 13:15 - 16:30.
  • Þátttökugjald: kr. 23.500-

Umsjónarmaður og fyrirlesari

  • Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Landsrétt. 

Markhópur 

Stjórnendur og starfsfólk hjá ráðuneytum, stofnunum ríkisins og sveitarfélögum.

Nánar um námskeiðið

Með breytingu á stjórnsýslulögum og fleiri lögum árið 2019 voru settar nýjar lagareglur um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna í sérstökum kafla sem bættist við stjórnsýslulögin. Nýi kaflinn felur í sér meginreglu um að opinberir starfsmenn njóti tjáningarfrelsis. Það verður aðeins takmarkað þegar þörf krefur og þá samkvæmt skýrum og fyrirsjáanlegum lagaákvæðum. Með ákvæðum laganna efni þagnarskyldu er leitast við að gera skýrara til hvaða upplýsinga þagnarskyldan taki, en slíkt er mikilvæg forsenda tjáningarfrelsis.

Á námskeiðinu verður leitast við að fjalla um hvar þessi mörk tjáningarfrelsis og þagnarskyldu kunna liggja, m.a. með tilliti til þeirra sjónarmiða sem leidd verða úr réttarframkvæmd bæði hér að heiman og erlendis.

Um fyrirlesara 

Kjartan Bjarni Björgvinsson er dómari við Landsrétt. Hann er með meistarapróf í lögum frá London School of Economics and Political Science og hefur áður meðal annars starfað sem héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, settur umboðsmaður Alþingis, formaður rannsóknarnefndar Alþingis og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.