TVE - Tímarit um viðskipti og efnahagsmál kemur næst út í desember. Um er að ræða 20 ára afmælishefti tímaritsins en afmælinu verður fagnað sérstaklega í haust og verður það auglýst síðar. Skilafrestur fyrir innsendar greinar er 1. október nk. Sniðmát fyrir greinar og leiðbeiningar til höfunda má finna á vef tímaritsins.

Tímaritið er vettvangur fyrir ritrýndar fræðilegar greinar á sviðum viðskipta- og hagfræði. Það er gefið út af Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptafræðideild og Hagfræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanka Íslands. Í ritnefnd sitja fulltrúar allra samstarfsaðila. Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands heldur utan um útgáfu tímaritsins.