Header Paragraph

Útgáfa haustheftis tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla 15. des

Image
Tímaritið Stjórnmál & stjórnsýsla

Útgáfa haustheftis tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla

Jafnlaunastaðallinn: Áhrif á launamun?

Útgáfuboð og fyrirlestur í tilefni af útkomu 2. tbl. 18. árg. tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla verður haldið fimmtudaginn 15. desember, kl. 16.30, í Odda 101, í HÍ.

Við opnunina kynna þær Ragna Kemp Haraldsdóttir, lektor í upplýsingafræði við HÍ og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, grein þeirra og Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur, prófessors í félagsfræði við HÍ: Að sníða verkfærið að veruleikanum eða veruleikann að verkfærinu? Um jafnlaunastaðal og afnám kynbundinna launa.

Fyrirspurnir og umræður verða að loknu erindi þeirra og síðan verður boðið upp á léttar veitingar á annarri hæð Odda.

Öll velkomin.