Viðburður: Treystir fólk stjórnvöldum?
Stofnunin vekur athygli á:
Treystir fólk stjórnvöldum?
Skiptir það máli?
Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála standa fyrir hádegisfundi um traust fólks til stjórnvalda, hvaða máli það skiptir og af hverju það er mikilvægt föstudaginn 8. desember kl.12:00-13:00 í Odda 101, Háskóla Íslands.
Er almenningur hættur að treysta stjórnvöldum og stjórnmálafólki? Er fólk orðið meira tortryggið í garð stjórnvalda - eða ríkir kannski fullkomið vantraust í þeirra garð? Þetta eru dæmi um umræðupunkta og spurningar sem Viktor Orri Valgðarsson, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskólann í Southampton, mun fjalla um í sínu erindi ásamt því hvaða þýðingu gæti það haft ef stjórnvöld glata öllu trausti almennings?
Fundurinn er opinn öllum, aðgangur er ókeypis og mun fara fram á íslensku.