Vorhefti TVE-Tímarits um viðskipti og efnahagsmál komið út
Komið er út á vefnum www.efnahagsmal.is 1. tölublað 20. árgangs ritrýnda tímaritsins Tímarit um viðskipti og efnahagsmál (TVE). Eftirtaldar greinar koma út að þessu sinni:
Ávinningur af erlendri fjárfestingu í tæpa þrjá áratugi
Gylfi Magnússon og Kári Sigurðsson
Fjölþjóðleg rannsóknar- og þróunarverkefni: áhrif samfjármögnunar á nýtingu þekkingar
Gunnar Óskarsson og Guðjón Helgi Egilsson
Mannauðurinn og vörumerkið: Samband vörumerkjaskilnings, vörumerkjahollustu og þegnhegðunar við vörumerki
Guðrún Scheving Thorsteinsson og Friðrik Larsen
Forvarnir og afleiðingar starfstengdrar kulnunar
Arney Einarsdóttir, Katrín Ólafsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir
TVE er gefið út af Seðlabanka Íslands og viðskipta- og hagfræðideildum Háskólans á Bifröst, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Formaður ritstjórnar er Þórhallur Örn Guðlaugsson en ásamt honum sitja í ritstjórn þau Arney Einarsdóttir, Axel Hall, Birgir Þór Runólfsson og Lúðvík Elíasson. Umsjón með útgáfunni hefur Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.