

Birta - ráðstefna Félags stjórnmálafræðinga og Félagsfræðingafélags Íslands, í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.

Frestur til að skila greinum fyrir desemberhefti TVE er 1. október

Skilafrestur greina í desemberheftið 2024 er 1. október

Á vef stofnunarinnar má finna yfirlit yfir hagnýt stjórnsýslunámskeið sem haldin verða á haustönn.

Út er komið 1. tbl. 20. árgangs tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla, með sjö ritrýndum fræðigreinum

Komið er út á vefnum efnahagsmal.is 1. tölublað 21. árgangs hins ritrýnda TVE-Tímarits um viðskipti og efnahagsmál. Umsjón með útgáfunni hefur Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.

Félag stjórnmálafræðinga stendur, í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, fyrir Degi stjórnmálafræðinnar ásamt verðlaunaafhendingu fyrir framúrskarandi ritgerðir í stjórnmálafræði þriðjudaginn 18. júní kl.14:00-16:30, í Odda-101 í HÍ. Boðið verður upp á léttar veitingar að dagskrá lokinni.

Útgáfuboð og fyrirlestur í tilefni af útkomu 1. tbl. 20. árg. tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla verður haldið fimmtudaginn 20. júní kl. 16:30, í Odda 101, í HÍ.

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála á nú í samstarfi við INA - Stofnun opinberrar stjórnsýslu í Portúgal sem fer m.a. með málefni fræðslu, þróunar o.fl. innan portúgalskrar stjórnsýslu. Samstarfið er fjármagnað af Uppbyggingarsjóði EES.

Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála standa fyrir hádegisfundi um hvert er hlutverk forseta Íslands og kosningabaráttuna sem nú er í gangi mánudaginn 13. maí kl.12:00-13:00 í Odda 101, Háskóla Íslands.

Fjallað var um grænar áherslur í opinberum rekstri á opnum fundi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana, sem haldinn var á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 17. apríl.

Ráðstefna Félags stjórnmálafræðinga og Félagsfræðingafélags Íslands verður haldin 6. september.