Komið er út á vefnum www.irpa.is 1. tölublað 19. árgangs ritrýnda tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla. Að þessu sinni koma út þrjár ritrýndar fræðigreinar um fjölbreytt viðfangsefni sem tengjast stjórnmálum og stjórnsýslu.
Komið er út á vefnum www.efnahagsmal.is 1. tölublað 20. árgangs ritrýnda tímaritsins Tímarit um viðskipti og efnahagsmál (TVE).
Dagana 22.-24. júní koma 300 fræðimenn frá 46 löndum saman í Háskóla Íslands á þverfaglegri ráðstefnu EURA
Félag stjórnmálafræðinga stendur fyrir, í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, Degi stjórnmálafræðinnar ásamt verðlaunaafhendingu fyrir framúrskarandi ritgerðir í stjórnmálafræði föstudaginn 16.júní kl. 14:00-16:30, í Veröld 023 við HÍ. Boðið verður upp á léttar veitingar að dagskrá lokinni.
Í aðdraganda leiðtogafundar Evrópuráðsins á Íslandi standa Félag stjórnmálafræðinga, Mannréttindastofnun HÍ og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála fyrir hádegisfundi um tilgang og tegundir mannréttindasáttmála og hvaða hlutverki þeir hafa að gegna á 21. öldinni.
Opinn fundur 23. maí: Hví er hamingjan mest á Norðurlöndum?
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmálafræða hélt vel heppnaðan fund um stjórnsýsluúttektir Ríkisendurskoðunar, í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana. Fundurinn var haldinn á Grand Hótel Reykjavík.
Árleg ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, utanríkisráðuneytisins og Norræna hússins í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála verður haldin í Auðarsal, Veröld - húsi Vigdísar miðvikudaginn 19. apríl frá klukkan 10:00 – 17:00.
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála boðar til morgunverðarfundar, í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana, þar sem fjallað verður um stjórnsýsluúttektir Ríkisendurskoðunar. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 18. apríl á Grand Hótel Reykjavík. Morgunverður hefst kl. 08.00 og dagskrá hefst kl. 08.30.
Opinn fyrirlestur Lea Ypi, prófessors í stjórnmálaheimspeki við London School of Economics
Málþing forsætisráðuneytisins, í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, fer fram fimmtudaginn 23. mars kl. 8:30-12:30 á Hilton Nordica. Morgunhressing frá kl. 8:00.
Opinn fundur Félags stjórnmálafræðinga og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um orðræðu og áreitni gagnvart stjórnmálafólki þriðjudaginn 7. mars kl.12:00-13:00 í Odda 101, Háskóla Íslands.