Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála býður upp á úrval námskeiða á komandi mánuðum þar sem áhersla er lögð á fjölbreytt og hagnýt námskeið sem stuðla að aukinni þekkingu á sviði stjórnsýslu- og stjórnmálafræða. Drög að dagskrá liggja nú fyrir þar sem m.a. verður nýtt námskeið í boði.
Þann 15. september næstkomandi fer fram ráðstefna UNICEF á Íslandi um rétt barna til merkingabærrar þátttöku í starfi sveitarfélaga. Skráningarfrestur er til 1. september.
TVE - Tímarit um viðskipti og efnahagsmál kemur næst út í desember. Skilafrestur fyrir innsendar greinar er 1. október nk.
Sniðmát fyrir greinar má finna á vef tímaritsins www.efnahagsmal.is.
Frestur til að skila greinum fyrir desemberhefti Stjórnmála & stjórnsýslu er til 1. október 2022.
Fimmtudaginn þann 25. ágúst, kl. 14-16 í Odda 101, verður haldin opinn viðburður sem er hluti af ráðstefnu Félags stjórnmálafræðinga, Félagsfræðingafélags Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála undir yfirskriftinni Umhverfisvá, sjálfbærni og umhverfisvitund.
Sumarlokun hjá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála hefst 1. júlí og stendur til 1. ágúst.
Fyrsta tölublað nítjánda árgangs Tímarits um viðskipti og efnahagsmál kemur út þriðjudaginn 28. júní nk., á vefnum www.efnahagsmal.is. Greinarnar í tímaritinu fjalla um fjölbreytt efni viðskipta og efnahagsmála og eru eftirfarandi ritrýndar greinar birtar að þessu sinni
Útgáfuboð og fyrirlestur í tilefni af útkomu 1. tbl. 18. árg. tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla (www.irpa.is) verður haldið samdægurs, fimmtudaginn 23. júní, kl. 16:30 í stofu Odda 101 í Háskóla Íslands.
Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála standa fyrir Degi stjórnmálafræðinnar, ásamt verðlaunaafhendingu fyrir framúrskarandi ritgerðir í stjórnmálafræði, fimmtudaginn 16. júní kl.14:00-16:30, í Lögbergi 101 í Háskóla Íslands.
Félag stjórnmálafræðinga og Félagsfræðingafélag Íslands munu standa fyrir sameiginlegri ráðstefnu fimmtudaginn 25. ágúst 2022. Ráðstefnan verður haldin í Háskóla Íslands í samvinnu við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.
Frestur til að senda inn tillögur að málstofum / greinum er til og með 1.júní
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála kynnir lokaráðstefnu rannsóknarverkefnisins „Hefur lögmæti áhrif?“ sem haldin verður þann 24. maí n.k., en í verkefninu var sjónum beint að hvort tengsl væru á milli skattaundanskota, spillingar og popúlisma.
Í tilefni af sjötugsafmæli Ólafs Þ. Harðarsonar, prófessors emerítus, standa Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála fyrir málþingi honum til heiðurs þann 23.maí kl. 14:00 til 16:30 í Odda 101 í Háskóla Íslands.