Mikill áhugi á notkun gervigreindar í stjórnsýslunni – möguleikum og takmörkunum
Á annað hundrað manns sóttu á dögunum námskeið stofnunarinnar um notkun gervigreindar í stjórnsýslunni – möguleika og takmarkanir.
Á námskeiðinu var m.a. leitast við að svara spurningum um leiðir til að tryggja samræmi við töku matskenndra ákvarðana, kröfur sem gerðar eru til vinnslu persónuupplýsinga, um væntanlega reglugerð ESB um gervigreind, hættur sem tengjast notkun gervigreindar hvað varðar gagnsæi í stjórnsýslunni og jafnræði borgaranna gagnvart stjórnvöldum og um vandamál sem komið hafa upp á Norðurlöndum þegar stjórnvöld hafa fótað sig áfram með innleiðingu skapandi gervigreindar við eftirlit með einkaaðilum og undirbúning ákvarðana.
Fyrirlesari var Kjartan Bjarni Björgvinsson dómari við Landsrétt. Hann hefur meðal annars starfað sem settur umboðsmaður Alþingis, formaður rannsóknarnefndar Alþingis og dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík.