Mín eigin lög – bókarkynning

Image
Morgunverðarfundur 16. nóvember
HVENÆR
8. maí 2024
12:00 til 13:00
HVAR
Gimli
Stofa 139
NÁNAR

Dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur kynnir bók sína „Mín eigin lög – Framkvæmd stjórnarskrárákvæða um meðferð lagafrumvarpa á Alþingi og í danska þinginu.

Dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur kynnir bók sína „Mín eigin lög – Framkvæmd stjórnarskrárákvæða um meðferð lagafrumvarpa á Alþingi og í danska þinginu.“ Aðalefni bókarinnar er spurningin um hvað felst í kröfunni um þrjár meðferðir þingmála, sem kallast á við umræður um nýlega samþykktar breytingar á búvörulögum. Álit veita prófessorarnir Gunnar Helgi Kristinsson og Davíð Þór Björgvinsson. Fundi stýrir Svanhildur Þorvaldsdóttir formaður Félags stjórnmálafræðinga.

Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 8. maí kl. 12:00 – 13:00 í Háskóla Íslands, Gimli, stofu 139 (vegna nálægðar við próf eru ýmsir fyrirlestrasalir ekki leigðir til fundahalda á þessum tíma).

Öll velkomin, með húsrúm leyfir.

Sjá nánar um bók Hauks hér á vef höfundar.