Header Paragraph
Fjölbreytt dagskrá stjórnsýslunámskeiða árið 2024
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála býður upp á úrval námskeiða á komandi mánuðum þar sem áhersla er lögð á fjölbreytt og hagnýt námskeið sem stuðla að aukinni þekkingu á sviði stjórnsýslu- og stjórnmálafræða. Drög að dagskrá liggja nú fyrir:
- 10. jan: Hvaða kröfur gera reglur stjórnsýsluréttar til stafrænnar stjórnsýslu?
- 18. jan: Er einhvern tíma komið nóg? Mega stjórnvöld takmarka samskipti sín við borgarana?
- 24. jan: Meðferð persónuupplýsinga í stjórnsýslunni – algengustu álitaefni
- febrúar - mars: Stjórnsýsluréttur fyrir starfsfólk stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga
- 7. feb: Opinber stjórnsýsla
- 10. apr: Hvernig á að standa að ráðningum hjá ríki og sveitarfélögum?
- 23. apr: Ársreikningar sveitarfélaga og mat á afkomu þeirra
- 24. apr: Tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna: Hvar liggja mörkin
Sjá nánari upplýsingar hér um fyrirliggjandi dagskrá námskeiða.