Upptökur og hlaðvarp

Febrúar

Eru fjölmiðlastyrkir forsenda fjölbreyttrar og sjálfstæðrar fjölmiðlunar? (2 tímar og 23 mín)
Málþing mánudaginn 7. febrúar um opinbera styrki til einkarekinna fjölmiðla á vegum Rannsóknaseturs um fjölmiðlun og boðskipti við Háskóla Íslands og Blaðamannafélags Íslands í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands opnaði fundinn og Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra flutti ávarp. Ida Willig, prófessor í fjölmiðlafræðum Hróarskelduháskóla, fjallaði um fjölmiðlastyrki í Danmörku og Valgerður A. Jóhansdóttir, lektor og umsjónarmaður með meistarnámi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands, greindi frá niðurstöðum úr könnun á meðal íslenskra blaða- og fréttamanna til starfsins. Þátttakendur í pallborðsumræðum voru Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Þórhallur Gunnarsson, framkæmdastjóri hjá Sýn og Valgerður A. Jóhannsdóttir, lektor og umsjónarmaður með meistarnámi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands.

September

Dagur stjórnmálafræðinnar - Kosningar í breyttu landslagi (1 tími 31 mín)
Opinn fundur í HÍ föstudaginn 3. september á vegum Félags stjórnmálafræðinga og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála þar sem fjórir fræðimenn við Stjórnmálafræðideild HÍ – Ólafur Þ. Harðarson, Hulda Þórisdóttir, Eva H. Önnudóttir og Jón Gunnar Ottósson – fjölluðu m.a. um samræmi í málefnaáherslum kjósenda og frambjóðenda stjórnmálaflokka, misræmi í kosningakerfinu, kosningaþátttöku og miðlun upplýsinga og fjölmiðlanotkun í kosningabaráttu. Þá voru veitt verðlaun fyrir framúrskarandi lokaritgerðir í stjórnmálafræði sem skilað var árið 2020. 
 
Kosningar og breytingar í íslenskum stjórnmálum eftir bankahrun ( 1 tími 31 mín) - Bókarkynning og málstofa
Opinn fundur í HÍ (Lögbergi) fimmtudaginn 16. september á vegum Íslensku kosningarannsóknarinnar og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála. Kynnt var bókin Electoral Politics in Crisis After the Great Recession - Change, Fluctuations and Stability in Iceland, sem nýkomin er út hjá Routledge. Eva H. Önnudóttir kynnti, Gunnar Helgi Kristinsson og Sjöfn Vilhelmsdóttir veittu álit og Bogi Ágústsson stýrði fundi.

Ágúst

NoPSA, norræn ráðstefna stjórnmálafræðinga (ekki til upptaka)
Norræn ráðstefna stjórnmálafræðinga sem haldin er þriðja hvert ár, að þessu sinni að mestu með fjarfundaformi frá Háskóla Íslands dagana 10.-13. ágúst. Ráðstefnunni var frestað sumarið 2020 vegna COVID-19. Aðstandendur ráðstefnunnar hér á landi voru Félag stjórnmálafræðinga, Háskólinn á Akureyri og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála. 
 
Opinn fyrirlestur um hægri öfgaflokka: The Far Right Today (1tími 9mín)
Opinn fyrirlestur 9. ágúst kl. 12:00-13:00, í Öskju N-132, á vegum Félags stjórnmálafræðinga og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála þar sem Cas Mudde, prófessor við Háskólann í Georgíu og höfundur bókarinnar The Far Right Today, fjallaði um fjórðu bylgju uppgangs hægri öfgaflokka í lýðræðisríkjum heims, hugmyndafræði hægri öfgaflokka og viðbrögð við þeim. 
 
Ánægja ferðamanna í Landmannalaugum - málstofa og útgáfuboð vegna útgáfu 1. tbl. 18. árgangs TVE (ekki til upptaka)
Málstofa og útgáfuboð TVE - Tímarits um viðskipti og efnahagsmál í Norræna húsinu 25. ágúst kl. 12:00-13:00. Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við HÍ, kynnti grein sína um langtímarannsókn á ánægju ferðamanna í Landmannalaugum. Álit gáfu Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri SAF og Jón Páll Baldvinsson formaður FETAR - sérsamtaka ferðaþjónustufyrirtækja í hálendisferðum.  

Júní

„Konur í hlutverki forseta og forsætisráðherra: Dyggðahringur kvenleiðtoga?“ (58 mín)
Opinn fundur Stofunar stjórnsýslufræða og stjórnmála fimmtudaginn 3. júní kl. 12:00 - 13:00 á Zoom, í samstarfi við MARK - Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna. Farida Jalalzai, prófessor í stjórnmálafræði við Virginia Tech í Bandaríkjunumn flutti ofangreindan fyrirlestur. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, brást við erindinu og fram fóru opnar umræður. Fundarstjóri var Þorgerður J. Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við HÍ.  
 
Pólitíkin um bóluefnið (52 mín) 
Opinn fundur á vegum Félags stjórnmálafræðinga og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála föstudaginn 11. júní kl. 12:00 - 13:00 á Zoom. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi og Héðinn Halldórsson ráðgjafi í upplýsingamálum á Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar fluttu erindi. Fundi stýrði Sigurður Ólafsson, stjórnarmaður í Félagi stjórnmálafræðinga. 
 
Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland? (5 tímar 15 mín) 
Ráðstefna Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Norræna hússins og utanríkisráðuneytisins, í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Vestnorræna ráðið, haldin í Norræna húsinu miðvikudaginn 16. júní. 

Apríl

Ný lög um vernd uppljóstrara (50 mín) 
Opinn fundur á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga. Fundurinn var haldinn 15. apríl kl. 12:30 - 13:15 í beinu streymi á Zoom. 

Febrúar 
 
Hversu langt nær málfrelsið? – Vald samfélagsmiðla til ritskoðunar (65 mín)
Opinn fundur á vegum Félags stjórnmálafræðinga, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands þar sem rætt var um tjáningarfrelsi og ritskoðun í þeim nýja raunveruleika sem samfélagsmiðlar hafa skapað. Fundurinn var haldinn mánudaginn 1. febrúar kl. 16:00-17:00 og var streymt í gegnum Zoom. 

Upptökur frá viðburðum 2020

Upptökur frá viðburðum 2019

Upptökur frá viðburðum 2018

Upptökur frá eldri viðburðum